Um HÓX.is™

HÓX.is™ er fyrst og fremst listrænn gjörningur og minningabók um sturlun líðandi stundar sem flæðir fram stjórnlaust. Ekki trúa neinu blint sem kemur fram á síðunni en hún getur hinsvegar hentað ágætlega sem stökkpallur á fleiri sannleika sem finnast í alheiminum en rata aldrei á skRÚVjú.

HÓX.is™ vonar að sjálfsögðu að allt sem hér kemur fram sé rangt eða tóm steypa og raunveruleikinn sé meira í stíl við einhyrninga dansandi á bleiku skýi.

Það skal tekið skýrt fram að hér tjá höfundar sínar skoðanir og viðhorf til lífisns. Ef þú ert ekki sammála stofnaðu þína eigin síðu eða rás.

HÓX.is™ er friðarsinni og mótmælir ofbeldi af öllu tagi. Held ég vitni í vin minn Pál: "Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum."

Athugasemdir, kvartanir, geðveikisvottorð, nöldur, hint-hint, kaldar/hlýjar kveðjur, fjársjóðakort, ófótosjoppuð mynd af jörðinni og ábendingar sendist til: [email protected] Öll önnur erindi sendist til andskotans til: [email protected]íti.org

Scroll to Top